Greinasafn eftir: kip
Flugkoman 2009
Hin árlega flugkoma Flugmódelfélags Akureyrar verður haldin á Melgerðismelum laugardaginn 8. ágúst við flugstöð Þórunnar Hyrnu. Þar verður gestum og gangandi seldar veitingar frá 10 -17, kaffi og meðlæti og ætti fæstir að láta þennan viðburð fram hjá sér fara. … Halda áfram að lesa
Vefmyndavél í Hyrnu
Hún er orðin aðgengileg frá Internetinu, vefmyndavélin í Hyrnu sem vísar í norður. Veljið „myndir“ hér að ofan og „Vefmyndavél Hyrnu“ eða hreinlega smellið hér: http://flugmodel.is/myndavel/
Aviator á Melunum
[flickr id=“3373080478″ thumbnail=“medium“ align=“left“] Jómfrúarflug fór fram á Melunum í dag á Aviator40, lítil vél gerð fyrir 0.40 mótor en í henni er 0.46 OS AX mótor. Eigandi vélarinnar er Pétur Ívar Kristinsson. Það voru 20 hnútar þegar flugið fór … Halda áfram að lesa
Sea Fury reynsluflug
Í gær var flogið hinum og þessum flugvélum á Melgerðismelum. Þröstur mætti með stæðilega rafmagnsvél og Sverrir með bensínvél. Þá var Guðjón með Cardinal sem klikkar aldrei og Þorsteinn og Kjartan með sínar klassísku. Þá bar til tíðinda er Kjartan … Halda áfram að lesa
Cardinal æði
Þessa dagana hefur gripið um sig mikið æði í félaginu þar sem félagsmenn fjárfesta hver á eftir öðrum í Cessna Cardinal, ítölsk plastmódel í uþb. 50% skala. Helsta einkenni þessara módela er einfaldleiki í samsetningu og styrkleiki en þeim má … Halda áfram að lesa
Flugkoman 2007
Flugkoman 2007 fór vel fram þetta árið þó að veðurguðirnir hafi ekki alveg verið samvinnufúsir til að byrja með. Vegna smá úrkomu og lágra skýja var ekki hægt að byrja flug klukkan níu eins og áætlað var. Það var ekki … Halda áfram að lesa
Blíðviðri í Eyjafirði
Talsvert var flogið síðustu helgi og í dag 1. maí á Melgerðismelum. Það er óhætt að segja að veðurblíðan hafi leikið við okkur sunnudaginn og í dag þó vindasamt hafi verið þegar líða fór á daginn. Flug gekk vel og … Halda áfram að lesa
Sumardagurinn fyrsti
Það var flogið inn á melum sumardaginn fyrsta í kulda og vindi. Það voru aðalega nemendur fjarstýriflugskóla Guðjóns sem flugu þennan daginn. Ekkert óhapp varð en gangtruflanir og almenn mótorvandræði hrelltu flesta.
Vindasamt í Eyjafirði
Undirritaður og Teddi skruppum með Mustang inn á Mela í dag og flugum 3 flug. Það var of hvasst til að það væri verulega gaman að fljúga en þetta var samt nauðsynlegt til að halda sér í formi. Norður/suður hluti … Halda áfram að lesa
Útlitsbreyting á Dc-3 frá Kyosho
Gaman var á Grísará í gær þar sem við Gaui sprautuðum þristinn minn í nýja liti. Ég er að breyta þessu Kyosho dc-3 ARF í Pál Sveinsson í Landgræðslulitunum. Þessa vél keypti ég notaða af Þóri á Selfossi með það … Halda áfram að lesa