Í dag var tekin í notkun ný græja á Melgerðismelum, en það eru færanlegar hjálparhendur sem hægt er að nota þegar verið er að starta mótor. Hjálparhendurnar eru þykkar stálplötur með öxulstáli sem stendur um 70sm upp í loftið. Á öxlana er sett einangrunarefni þannig að þegar verið er að starta þá er vængurinn settur upp að öxlinum og þá er engin hætta á að módelið renni fram þegar mótorinn fer í gang. Ég er ekki enn farinn að vigta þessar hendur, en þær eru þungar!
Guðmundur Haraldsson smíðaði þessar hjálpahendur og gefur klúbbnum þær. Þess má geta að verðmæti þessara hjálparhanda er um eða yfir 30.000 krónur ef vinna og efni eru reiknuð saman. Klúbburinn er sérlega þakklátur Guðmundi fyrir þessa rausnarlegu gjöf og ekki vafi á að þetta á eftir að bjarga mörgum fingrum í framtíðinni.