Flugkoma FMFA 2011 gekk vel

Flugkoma FMFA gekk vel og fjöldi flugmanna með mýmörg módel mættu til leiks. Veðrið var þokkalegt, norðan 8 – 14 hnútar, hálfskýjað og ekki of kalt. Vegna vindsins var minnstu froðuflugvélunum ekki flogið en annars var flogið linnulítið allan daginn. Ein brotlending átti sér stað þegar Hjörtur Björnsson reif stýrifletina af Magnum í hröðu framhjáflugi með stórbrotnum afleiðingum. Um kvöldið var svo grillað í húddinu á gamla Fordinum hans Björgúlfs eldri og deginum skolað niður með ýmsum guðaveigum, óáfengum sem áfengum.

Þegar tölur um flugmenn senda og módel eru skoðaðar, þá koma ýmsar skemmtilegar staðreyndir í ljós. Við slógum tölu á módelin upp úr miðjum degi og þá voru um 50 módel á svæðinu, þó þeim hafi nú ekki öllum verið flogið. Að meðaltali kom hver flugmaður með 2 módel, því 25 nöfn var að finna á listanum okkar. 31 sendir var skráður inn og af þeim voru 15 á 35 MHz, 15 á 2,4 GHz og einn á 40 MHz. Þetta er líklega í síðasta sinn sem 2,4gig verða færri en 35-40 MHz.

Flugmódelfélag Akureyrar þakkar þeim fyrirtækjum sem lögðu sitt af mörkum fyrir flugkomuna.

Hér má svo sjá stutta samantekt lifandi mynda af mannlífi og módelum á Melgerðismelum:

ÁHH

Þessi færsla var birt undir Fréttir. Bókamerkja beinan tengil.