Laugardaginn 10. september var logn og blíða á Melunum og kjöraðstæður til flugs. Nokkrir félagar úr FMFA mættu á völlinn, flugu, drukku kaffi og spjölluðu í blíðunni. Það eina sem skyggði á sólu var gríðarstór rússnesk flutningavél, Ilyushin Il-76TD (UR-BXS) frá Maximus Air Cargo í aðflugi að Akureyrarvelli.
Septemberlogn og blíða.
Þessi færsla var birt undir Fréttir. Bókamerkja beinan tengil.