Skrapp inná flugvöll í morgun til að kíkja á DH Dragon Rapid flugvélina sem nokkrir flugáhugamenn á Akureyri eru að gera upp.Fékk að mynda og smíða smá líka. Þar var einnig Dúi Eðvaldsson okkar heiðurs meðlimur í FMFA og afmælisbarn dagsinns að vinna, þar sem þetta var hans áttugasti afmælisdagur þá þurfti hann að sinna fjölskyldu vinum líka og staldraði stutt. Við óskum honum hjartalega til hamingju með daginn
Kv Guðmundur Hér er hægt að skoða fleiri myndir