Í kvöld verður frumsýnd bíómyndin með sjóræningja skipstjóranum Capt. Jack Sparrow, Pirates of the Caribbean og heitir hún „At the worlds end“. Þar sem ég smíðaði þessa flugvél eftir að fyrsta myndin var sýnd og gerði hana í sjóræningja þema, þá var alveg upplagt að hengja ljúfarann upp í Nýja Bíó-Sambíóin og tengja hana betur við myndina. Ég gerði smá breytingar henni, nú heitir hún ekki lengur „Oblt.GH Tote“ heldur „Capt. Jack Sparrow“ og stendur nafnið undir Cockpit-inum. Myndirnar sem gerðar hafa verið um Jack Sparrow heita:
Pirates of the Caribbean: The Curse of the Black Pearl (2003)
Pirates of the Caribbean: Dead Man’s Chest (2006)
Pirates of the Caribbean: At World’s End (2007)
Það gekk bara vel að hengja flugvélina upp en hún sést ekki vel út af svart máluðu lofti og myrkri sem alltaf er í bíóum.
Arrh Matey Kveðja Gummi