Á fimmtudagskvöldið 5. apríl ætlar Bragi Snædal að frumsýna myndbönd úr starfsemi flugklúbbana frá liðnum árum.Myndböndin eru flest tekin af Húni Snædal og Kristjáni Víkingssyni á gamlar 8 mm filmur en hefur núna verið komið yfir á mynddiska. Þarna er eflaust um fágætar perlur að ræða og fróðlegt efni í alla staði.
Myndirnar hafa verið teknar jafnt úr svifflugi og vélflugi en ekki hvað sýst úr módelfluginu og gat Bragi þess að módelmenn ættu ekki hvað sýst eftir að hafa gaman af þessu. Myndasýningin hefst kl 20:00 í húsnæði Flugskóla Akureyrar. Mjöður verður látinn af hendi á kostnaðarverði (ca 300 kr) þannig að mönnum er bent á að koma með reiðufé. Vonumst til að sjá sem flesta. Stjórnin
Myndbandasýning frá Melunum
Þessi færsla var birt undir Fréttir. Bókamerkja beinan tengil.