Dagur eitt

Jæja þá erum við loksins byrjaðir á félagsheimilinu á melunum. Dagurinn byrjaði á því að fara í Býkó og Húsó að ná í það sem vantaði í grunninn, -Timbur, steypu, steypuhrærivél og ýmislegt fleira. Hann Knútur okkar Henryson var búinn að grafa fyrir undirstöðunum um síðustu helgi með Bobcat gröfu, svo næst var að steypa undirstöðurna í 12 stk 350mm hólka og stinga 100x100x1500mm sólpalla staurum í þá fyrir grindina undir húsið. Ekkert af þessu fylgir með þessu bjálkahúsi „LilleVilla50“ svo þetta er allger heimasmíði sem ekki veitir af því það getur orðið býsna vindasamt á melunum.

dsc04427small.JPG dsc04428small.JPG dsc04429small.JPG dsc04430small.JPG dsc04431small.JPG dsc04432small.JPG Gummi og Leibbi Piper cub
2-Þröstur kom og mokaði undir leiðsögn Guðjóns áður enn hann fór í vinnuna til saudi arabíu. 3-Allt efnið í húsið er ó-fúavarið svo það þarf að verja það með C-TOX fúavörn. Gummi með pensilinn. 4-Grindin að koma saman og Gaui mokar að hólkunum Leibbi burðast með 100×100 sólpalla bitann. 5-Leibbi, Guðjón og Kjartan með hjólbörurnar að keyra möl í holurnar, mikið puð. 6-Grindin, bitarnir og hólkarnir stilltir af og loks hægt að steypa í hólkana 12. 7-Gummi, Guðjón, Kjartan og Hjörleifur. 8-Loks búið að steypa. Gummi og Leibbi. 9-Mikið var um flug hjá vélflugfélagi Akureyrar og TF-KAT lenti hjá okkur á módel flugbrautinni.

GH

Um gummi

Alveg forfallinn flugmódelkall
Þessi færsla var birt undir Fréttir. Bókamerkja beinan tengil.