Nýliðar farnir að fljúga

Annetta og Bergmundur ánægð eftir flug.

Smíðanámskeiðið okkar fer bráðum að renna sitt skeið á enda og nýliðarnir eru farnir að huga að flugi, þó módelin þeirra séu ekki enn tilbúin. Undanfarna sunnudaga hafa Annetta og Bergmundur komið inn á Mela og fengið að taka í SKY-40 módelið sem Gaui smíðaði. Þetta leggst vel í þau og þau taka örum framförum í fluginu. Það verður ekki langt þangað til þau hafa sín eigin módel og geta flogið þeim, en þangað til eru öll tækifæri notuð.

Þessi færsla var birt undir Fréttir. Bókamerkja beinan tengil.