Hang í Eyjafirði

Við Árni Hrólfur skruppum út með Eyjafirði í dag til að athuga hvort ekki mætti fljúga hang einhversstaðar og fundum alveg frábæran stað: Garðsvík.

Það var frekar kalt, en stöðugur norðan vindur beint á bakkana við Garðsvík. Við fengum heimild til að aka niður eftir túninu, en það er bílastæði við sjóðveginn akkúrat við víkina og ekki nema 200 metra gangur niður á flugstaðinn. Við skemmtum okkur heilmikið við að fljúga hang við fullkomnar aðstæður.

Þessi færsla var birt undir Fréttir. Bókamerkja beinan tengil.