Smíðaverkstæðið í nýtt húsnæði

Smíðaaðstaðan stækkar

Smíðaaðstaðan stækkar

Smíðaverkstæði Flugmódelfélags Akureyrar hefur nú flutt í nýtt húsnæði. Við fórum ekki lang í þetta sinn, bara á milli herbergja í Slippnum. Við erum nú búnir að fá endaherbergið í kjallara Slippsins, við hliðina á því sem við höfðum áður.

Þetta nýja herbergi er næstum þrefalt stærra, svo það verður ekki þröngt um þá fimm kalla sem þarna höfðu smíða-aðstöðu og það verður líkast til pláss fyrir allt að fimm eða sex í viðbót. Einnig verður möguleiki að koma fyrir almennilegum smíðabekkjum fyrir þau tæki og tól sem við eigum.

Við setjum inn fleiri myndir þegar búið er að koma öllu haganlega og vel fyrir.

Þessi færsla var birt undir Fréttir. Bókamerkja beinan tengil.