Það var flottur hópur sem hittist á Melunum í gærkvöldi á fyrsta fimmtudagshittingi sumarsins. Það var talsvert flogið, Gaui flaug ný-uppgerðum Kwikfly í nýjum litum og Emil frumflaug Sky-40. Vel gert hjá honum. Eftir flugið fórum við inn í Hyrnuna og fengum okkur kaffi og ræddum alvarleg málefni.