Og sýnir nýju mótor sviffluguna sína á föstudags kvöldið 15 Júní kl 20.00 í skýli 13
Eftir aðalfund félagsins klukkan 20 munum við skipta um gír og bjóðum alla flugáhugamenn að koma og halda upp á það með okkur að nýr kafli er að hefjast í 75 ára sögu SFA með glæsilegu nýju vélinni okkar PH-1101
Super Dimona verður til sýnis og hægt að bóka eða jafnvel skreppa stutt prufuflug.
Athugið að bæði flugmenn með svifflugskirteini og vélflugskirteini geta flogið vélinni og hafa vélflugmenn fyrir sunnan nýtt sér þann kost í mörg ár hjá félögum okkar í Svifflugfélagi Íslands.
Bjór verður seldur á kostnaðaverði svo menn geti skálað fyrir nýju vélinni.
Nánari upplýsingar á heimasíðu félagsins www.svifflug.is og einnig facebook síðu félagsins (leitið að Svifflugfélag Akureyrar)
GH