Dagur Þrjú 14 júní

Jæja þetta var nú viðburðarríkur dagur sem endaði með miklum vonbrigðum. enn nú var loks hægt að fara setja upp veggina og klára þetta.Útveggja plankarnir neðstu voru hornamældir og skrúfaðir niður á bitana í kítti svo og næstu á eftir líka. Gólf panillinn var síðan heftaður niður á bitana,þetta virtist ætla að ganga vel þegar litlu framkvæmdirnar okka voru stöðvaðar af Jósavin Byggingafulltrúa Eyjafjarðar og vildi hann fá meiri pappira yfir þetta sem er ekkert mál. Einnig stöðvaði Flug klúbbur íslands allar framkvæmdir Flugmódelfélagsins á þessu svæði , þannig að ekkert annað er hægt að gera enn að plasta húsgrunninn og allt timbrið svo að þetta verði ekki ónýtt. Vegna anna hjá okkur smiðunum þá eru verklok ekki áætluð fyrr enn seint í haust því þettað var eini tímin sem var laus .

dsc04450small.JPGdsc04454small.JPGdsc04455small.JPGdsc04456small.JPGdsc04458small.JPGdsc04459small.JPGdsc04460small.JPGdsc04462small.JPGdsc04463small.JPG

GH

Um gummi

Alveg forfallinn flugmódelkall
Þessi færsla var birt undir Fréttir. Bókamerkja beinan tengil.