Flugkoma FMFA var haldin á Melgerðismelum laugardaginn 10. ágúst. Búið var að taka melana í gegn svo um munaði og brautirnar voru eggsléttar og mjúkar svo unun var að taka á loft og lenda. Fjöldi flugmódelmanna kom að sunnan, kannski ekki eins margir og oft áður, en þó góður fjöldi. Mikið rennerí var af áhorfendum (kannski út af umfjölluninni sem við fengum á Netinu, og vöfflusalan var stanslaus allan daginn. Veðrið lék líka við okkur, örlítill vindur, lítil sem engin sól og sæmilega hlýtt. Rigningin lát ekki sjá sig fyrr en klukkan sex þegar við vorum að hætta.
Hægt er að skoða myndir á Facebook síðu félagsins.