Fjölskyldu og skerjahátíðin í Hrísey 20-22 júlí 2007

Við nokkrir félagarnir skruppum út í Hrísey laugardaginn 21 júlí til að sýna fólki módelflug að beiðni Narfa F Narfasonar, eins félaga okkar sem býr þar. Mæting var á bryggjunni á Árskógsandi kl9:00 þar sem við biðum eftir ferjunni. Narfi kom með henni og hjálpaði okkur að koma módelunum fyrir á dekki hennar og tók siglinginn yfir um 12 mín. Þar var svo öllu dótinu staflað á kerru og í sendibíl. Ekki var mikið af fólki komið í eyjuna svona snemma enn það rættist úr því. Ekið var í gegnum bæinn og upp á flugvöll í blíðviðri og við byrjaðir að fljúga um kl 10:00. Okkur tókst að hafa alltaf eina vél á lofti allt til kl 14:00 þegar norðanáttin var farin að vera býsna sterk með leiðinlegum sviftivindum við suðurenda brautarinnar. Narfi tók eitt flug með okkur en hlekktist lítilega á í lendingu og var úr leik. Fólkið kom í heyvögnum aftan í traktorum heimamanna til að fylgjast með og Elvar Antons frá Dalvík kom með dóttur sinni í heimsókn á Fis flugvél sinni. Tókum við saman dótið okkar og þegar við vorum svo að koma aftur að Árskógsandi með ferjunni þá voru hundruðir manna á bryggjunni á leið út í Hrísey. Viljum við svo þakka Narfa fyrir góðar viðtökur.

dsc04494small1.JPGdsc04495small2.JPGdsc04496small3.JPGdsc04497small4.JPGdsc04502small5.JPGdsc04509small6.JPGdsc04508small7.JPGdsc04507small8.JPGdsc04520smallelvar.JPGdsc04521small9.JPG

Um gummi

Alveg forfallinn flugmódelkall
Þessi færsla var birt undir Fréttir. Bókamerkja beinan tengil.