Tveir nýliðar

Tveir nýliðar í félaginu hafa byrjað flug í sumar, þó að báðir hafi þeir borgað félagsgjöld í tvö ár. Þetta eru Sigurður Rúnar Ingþórsson og Sveinbjörn Daníelsson.

Siggi er búinn að fljúga mikið í sumar og orðinn mjög fær. Hann flýgur listflugsvélum af miklu kappi og er afar duglegur að fara inn á Mela, jafnvel um nætur þegar veður gefst.

Sveinbjörn er rólegri í tíðinni og er enn að reyna að ná tökum á byrjendamódelinu sínu, en gengur mjög vel.

Sigurður Rúnar Ingþórsson Sveinbjörn Daníelsson

Þessi færsla var birt undir Fréttir. Bókamerkja beinan tengil.