Laugardagurinn var óvenju góður á Melgerðismelum: stafalogn, sól og hiti, hugsanlega of mikill hiti. Sveinbjörn, Gaui, Þorsteinn og Kjartan flugu, enda, stanslaust frá um hálf tíu til fram yfir hádegi. Þá var hitinn farinn að segja til sín og við tíndumst heim.
Fyrir utan okkur voru nokkrir fallhlífastökkvarar með flugvél til afnota á Melunum og þau stukku nokkrum sinnum, sjálfum sér og okkur til mikillar gleði. Auðvitað tókum við tillit til þeirra og höfðum engin módel á lofti þar til þau voru komin niður aftur.