Cardinal æði

Gaui að setja saman cardinalÞessa dagana hefur gripið um sig mikið æði í félaginu þar sem félagsmenn fjárfesta hver á eftir öðrum í Cessna Cardinal, ítölsk plastmódel í uþb. 50% skala. Helsta einkenni þessara módela er einfaldleiki í samsetningu og styrkleiki en þeim má rúlla á jörðinni fram og til baka án þess að tjón hljótist af. Þó fara hjólastell og proppar í massavís en það er víst í lagi. Þess má geta að allir félagsmenn hafa sprautað Cardinalana sína í „camoflash“ eða feluliti á íslensku. Þetta ku vera komið af því að vilja ekki sjást vera fljúgandi svona plast-örfum þannig að þá er gripið til felulitanna! Reyndar er undirritaður nokkuð öfundsjúkur en lætur sér nægja minni vél sem kallast „Ready to“. Hún er frá sama framleiðanda og er úr plasti, alveg fyrirtaks sterkur trainer. kv Kip.

Þessi færsla var birt undir Fréttir. Bókamerkja beinan tengil.