Í gær var flogið hinum og þessum flugvélum á Melgerðismelum. Þröstur mætti með stæðilega rafmagnsvél og Sverrir með bensínvél. Þá var Guðjón með Cardinal sem klikkar aldrei og Þorsteinn og Kjartan með sínar klassísku. Þá bar til tíðinda er Kjartan birtist með Sea Fury vél. Þessi vél var áður knúin af rafmagni en er nú kominm eð glóðmótor. Enginn hjólabúnaður er á vélinni. Hér má sjá vídeó af fyrsta fluginu: http://youtube.com/watch?v=t9l8qzsDRZU
Íslenski jappalenomaðurinn mætti á svæðið og sýndi þessum svíum að við erum engir eftirbátar þeirra í þessum málum né öðrum. Allt partur af alþjóðlegu stórgríni ættað frá Magnúsi Wesse. Læt fylgja skemmtilegt vídeo sem Gaui fann þar sem Bill Hempel flýgur klipptum Cub the hard män style. http://www.youtube.com/watch?v=tBsBKb150pM