Melarnir í stand fyrir Grand!

Nú er komið að árlegu viðhaldi melanna

Hyrnunefndin hefur ákveðið að byrja tiltekt og standsetningu á BIMM næsta fimmtudags kvöld (24 APR) kl 20:00. Verkefni kvöldsins verða m.a. að klippa runna, huga að spildunni og jafnvel ráðast í niðurrif á milliveggjum, og þar með hefja þær framkvæmdir sem ræddar voru á síðasta aðalfundi.

Vinnu kvöld verða á fimmtudögum e-hvað fram í mai, og tvær til þrjár helgar í mai líka. Áætluð verklok verða fyrir „grand operning“ BIMM, seinnipart mai mánaðar.

Við skulum ekki láta á okkur standa, stjórnin hvetur alla félaga til að mæta og endilega að taka með sér verkfæri.

Við segjum því „Melarnir í stand fyrir Grand!“

Stjórnin

Um gummi

Alveg forfallinn flugmódelkall
Þessi færsla var birt undir Fréttir. Bókamerkja beinan tengil.