Fundargerð aðalfundar 2007
Tólf félagar mættu á fundinn.
Þröstur Gylfason fráfarandi formaður setur fundinn og leggur til að Kristinn Ingi Pétursson verði fundarstjóri. Það samþykkt. Guðjón Ólafsson skrifar fundargerð.
Skýrsla um starfsemi á síðasta ári.
Þröstur Gylfason flutti skýrslu stjórnar. Á árinu voru haldnir þrír stjórnarfundir. Sýning félagsins á Gérártorgi mæltist vel fyrir og voru módelin félaginu til mikils sóma þar sem þau héngu í verslunarmiðstöðinni, þó að sumir rugluðu saman sagnfræði og stjórnmálum. Flugkoma ársins 2006 tókst mjög vel og sjaldan hefur verið eins mikið og samfellt flogið á flugkomu eins og þetta árið. Það eina sem setti blett á hátíðina var hgversu fáir áhorfendur mættu á svæðið.
Reikningar lagðir fram til samþykktar.
Guðjón Ólafsson lagði fram reikninga félagsins í forföllum Guðmunda Haraldssonar, sem var veikur heima. Umræður urðu um reikningana og þeir síðan samþykktir samhljóða.
Kosning stjórnar.
Þröstur Gylfason gaf ekki kost á sér til formanns aftur vegna anna, en kvaðst vera tilbúinn að starfa sem meðstjórnandi. Guðjón Ólafsson gaf kost á sér sem formaður og var hann kosinn einróma. Aðrir stjórnarmenn gáfu kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Stjórnin var kjörin einróma.
Kosning í nefndir.
Hyrnunefnd: Knútur Henrýsson bauðst til að vera áfram í Hyrnunefndinni og fundurinn samþykkti að heppilegast væri að Guðmundur Haraldsson gjaldkeri væri með honum í nefndinni til að hafa hemil á fjáraustri nefndarinnar..
Tillögur teknar til meðferðar.
Engar tillögur voru lagðar fyrir fundinn.
Önnur mál
Félagsgjald, sem er kr. 8.000,- með tryggingagjaldi á árinu 2007 var ákveðið það sama fyrir árið 2008. Samþykkt var að nýliðar greiddu hálft gjald, eða kr. 4.000,- fyrsta árið og að unglingar 17 ára og yngri greiði einnig hálft félagsgjald. Félagsgjald innheimtist frá og með áramótum.
Kristinn Ingi Pétursson var beðinn um að taka að sér umsjón með vef félagsins og lýsti hann virkni vefumsjónarkerfis sem hann er að vinna við að setja upp fyrir félagið. Munu félagsmenn geta fengið aðgang að þessu kerfi og sett inn bæði greinar og myndir sjálfir undir ritstjórn Kristins.
Fleira ekki gert, fundi slitið