Hyrnu vinna Laugardaginn 3 Maí

Breytingarnar í Flugstöð Þórunnar Hyrnu ganga vel og eru mætingar hjá VFA. SFA. og FMFA nokkuð góðar nema hjá okkur og við þurfum endilega að bæta úr því. Mæting í morgun var kl 10:00 og unnið fram eftir degi eins og menn gátu Ásgeir Braga skellti keti á grillið og svo kom Lúlli á Yak11 og tók geðveika flugsýningu handa okkur sem sjá má á Youtube. Áfram haldandi vinnudagar í Hyrnu verða á morgun Sunnudaginn 4 maí frá kl 10:00 . Fimmtudaginn 8 Maí kl20:00 og svo á laugardaginn 17 Maí og Sunnudaginn 18 Maí kl 10:00 og ég vona að módelmenn sjái sér fært á að mæta því þetta er fyrir okkur líka og það eru ekki margir dagar eftir til að taka þátt og sýna dug því þetta mun enda fyrr enn varir.

Kveðja Gummi

http://www.youtube.com/watch?v=SXVZGZ8M75o

http://www.youtube.com/watch?v=gnQVurSPwgw

Um gummi

Alveg forfallinn flugmódelkall
Þessi færsla var birt undir Fréttir. Bókamerkja beinan tengil.