Og þá voru þeir fimm !

Í dag kom Árni Hrólfur með sinn Cardinal á Melana og flaug honum og þá eru þeir orðnir fimm Cardinalarnir í þýskum felulitum, eða Kamó-Kardinalarnir, eins og sumir kalla þá.

Hérna er Árni Hrólfur fullur stolts með sína:

Árni með fimmta Cardinalinn

Og hér eru allir fimm:

Fimm Kardinálar

Fyrir þá sem vilja fá staðtölur, þá eru hér upplýsingar um mótora og stýringar:
Gaui: núna YS FZ 63 S fjórgengismótor með 11×7 spaða. Áður Jen .91 tvígengismótor. Futaba.
Gummi: Saito FA82 GK með 14×10 spaða. JR
Kjartan: YS 45 tvígengismótor með dælu og 11×7 spaða. Futaba.
Þorsteinn: OS .61 FX tvígengismótor með 12×8 spaða. JR
Árni: GMS .61 tvígengismótor með 11×7 spaða. JR

Það sem er athyglisvert er að allar vélarnar fljúga nokkuð jafn hratt, en munur á mótorunum kemur í ljós þegar reynt er að fljúga beint upp.

Þessi færsla var birt undir Fréttir. Bókamerkja beinan tengil.