Nú eru byrjuð aftur kaffikvöld heima hjá formanninum á fimmtudagskvöldum og eru allir félagsmenn velkomnir að koma eftir klukkan 20:00 og fá sér kaffi og ræða flugmódel í bílskúrnum á Grísará. Árni Hrólfur og Jón Guðmundur, nýr bróðir í flugi hafa undanfarið setið einir að kaffinu á Grísará og Jón Guðmundur, eða Mummi, er langt kominn með a setja saman einn Das Ugly Stick, þó hann hafi aldrei flogið flugmódeli nema á tölvuskjá og í draumum sínum. Eins og sjá má á myndinni hér til hliðar, þá er áhuginn mismunandi, þar sem Mummi gefur sér ekki tíma til a líta upp úr Ugly Stick smíði en Árni geispar oní kaffibollann sinn.