Flugdagur FMFA Laugardaginn 6 Ágúst 2005
Dagurinn byrjaði með glaða sólskini og heiðskýrum himni. Betra veður höfum við bara ekki fengið lengi, Mótinu var startað kl 9:00. Góð mæting var á flugmódel mönnum enn gestir voru fáir. Þetta árið fengum við erlendan Módelflugmann frá Þýskalandi Olaf Sucker að nafni til að sýna okkur fluglistir sýnar og Birgir Ívarsson kom með glæsilega Airbrush málað vélina sína. Margar aðrar glæsilegar flugvélar voru mættar á svæðið eins og Focke Wulf 190 A5 sem Guðjón Ólafsson smíðaði og fl fl.