[flickr id=“3373080478″ thumbnail=“medium“ align=“left“]
Jómfrúarflug fór fram á Melunum í dag á Aviator40, lítil vél gerð fyrir 0.40 mótor en í henni er 0.46 OS AX mótor. Eigandi vélarinnar er Pétur Ívar Kristinsson. Það voru 20 hnútar þegar flugið fór fram en allt fór það vel. Vegurinn að vellinum er með versta móti og sennilega best að láta það vera að keyra hann vegna myndunar hjólfara. Það þyrfti að gera uppbyggðan veg norður-suður kaflann frá Hyrnu að módelafleggjaranum. Við fengum óvænta fylgd tveggja F-16 orustuþotna á leið okkar inn á Melgerðismela sem var flott. Kv, KIP
Aviator á Melunum
Þessi færsla var birt undir Fréttir. Bókamerkja beinan tengil.