Flogið var á Melgerðismelum í dag. Þetta var tíðindadagur þar sem Teddi flaug Aero 40 trainernum í fyrsta skipti síðan 2001 og ég flaug tvíþekju í fyrsta skipti, það er Christen Eagle með 90 4stroke. Gaui og Kjartan mættu og voru nýliðunum til halds og trausts enda hefði sennilega hvorug vélin komið heim í heilu lagi ef þeirra hefði ekki notið við. Það var krap á brautinni, eða snjór að bráðna sem festist í dekkjunum og þyngdi flugtökin mikið. Aero trainerinn þurfi næstum alla brautina til að komast á loft þannig að flugtökin voru mjög skalaleg og flott. Teddi flaug all mikið en ég flaug aðeins eitt flug á Christen Eagle, ég var ekki með sjálfstraustið í lagi, skyggnið var slæmt og mér fannst vélin dálítið svakaleg, held ég þurfi meiri reynslu áður en ég var að fíflast um á listflugstvíþekju. Kjartan flaug listflugsvélinni sinni (man ekki hvað hún heitir) við mikla hrifningu áhorfenda en mættir voru 2 áhorfendur á svæðið og er annar þeirra líklegur til að koma í flugmódelsportið í sumar. Það er nokkur nýliðun í gangi sýnist mér, amk. meiri en síðasta vor. Ég hvet alla sem tóku myndir í dag að setja myndir í myndasíðuna okkar á Flickrinu og skrifa um reynslu sína á Melunum í dag hér á síðunni. Kv, Diddi