Gaman var á Grísará í gær þar sem við Gaui sprautuðum þristinn minn í nýja liti. Ég er að breyta þessu Kyosho dc-3 ARF í Pál Sveinsson í Landgræðslulitunum. Þessa vél keypti ég notaða af Þóri á Selfossi með það í huga að breyta henni svona. Einnig hef ég verið að græja onboard glow í hana og fleira. Eftir stendur að laga cowlingar og ljúka útlitsbreytingum.