Módel í miðjum salnum
FMFA tók á helginni þátt í sýningu á Flugsafni Íslands, annars vegar vegna 10 ára afmælis safnsins, sem var 1. maí, og hinsvegar vegna eyfirska safnadagsins, sem var 2. maí. Hátt á fimmta þúsund manns komu í safnið þessa tvo daga og höfðum við mikið að gera við að útskýra fyrir fólki hvernig módelin virkuðu, hvernig þau væru smíðuð og hvernig þeim er stýrt. Vonandi fáum við einhverja nýja meðlimi í félagið vegna þessa, en almenningur er orðinn mun meðvitaðri um hvernig flugmódel líta út eftir þessa helgi.
Myndir hérna!
Þessi færsla var birt undir
Fréttir. Bókamerkja
beinan tengil.