Ævintýri á Melunum 25. mars 2007

Það var sko ævintýri þetta flug á Melgerðismelum í dag. Ég byrjaði á því að heimsækja Þröst á Syðra Felli og fá hjá honum nokkrar balsa spítur sem mig vantaði, en svo lá leiðin niðrá Mela ég á Golfinum og Þröstur með strákana á jeppanum.

Ég var aðeins á undan þannig að ég opnaði hliðið við Melana og keyrði niður eftir. En þegar ég ætlaði að beygja upp að brautinni okkar þá sökk bíllinn minn á kaf í drulluna og kolfestist. Sem betur fer þá þá var Þröstur með kaðal með sér og nái mér upp eftir dálítið bauk.

Gummi fastur í drullu

Þegar það var afstaðið þá var komið að því að setja saman flugvélarnar,ég með Lowley og Þröstur með Synergy 3D módel með YS110 mótor sem við höfðum verið að stilla fyrr um daginn. Ekki var mér farið að lítast á blikuna með vindin sem var farinn að aukast verulega en
Þresti fannst þetta ekki mikið svo við settum vélina hans í loftið fyrst, ekki var hægt að „taxera“ neitt því vindurinn var svo mikill svo ég labbaði með hana á brautina og í loftið fór hún eftir 20cm þráð beint upp og ekki vantaði kraftin og hraðinn undan vindi var rosalegur.

Þröstur var gríðarlega ánægður með þessa flugvél sína sem hann var að test fljúga og var hún eins og hugur manns að hans sögn enn svo allt í einu, í einu hraðfluginu undan vindinum þá kom rosalegur flutter í elevator stýrin og vélin fór skáhalt stjórnlaust í beinni línu í jörðina og smallaðist í trjánum norðan brautina.

shit.

Vindurinn var orðinn svo mikil að mér leist nú ekkert á blikuna. En þar sem ég var búinn að setja Lowley saman og tanka þá ákvað ég bara setja í gang og keyra upp mótorinn svona af því að það voru orðnir 6 mánuðir síðan ég setti Moki45cc í gang síðast, svo er þetta módelstand svo spennandi.

Eftir 5-10 flipp þá fór hann að taka við sér á innsoginu, ég tók það af og nokkur flipp til viðbótar og RRROOOOAARR malaði Lowley og spennan óx innan í mér.

Gummi með Lowley

„Settu hana í loftið,“ segir Þröstur, „hún er mikið stærri enn mín og þolir þennan vind auðveldlega.“ Mig langaði mikið til þess, skítt með það hugsaði ég og gaf allt í botn upp í vindin til suðurs og var ekkert að nota flugbrautina enda óþarfi því eftir 1 meter var Lowley komin í
loftið og klifraði hratt, það var sama sagan hjá mér og hjá Þresti hraðin var gífurlegur undan vindinum og svo þegar átti að fljúga til baka þá mjakaðist flugvélin mín varla áfram á móti vindinum og ég áttaði mig á því að ég var komin í alvarlega klípu með að lenda þessari stóru flugvél í þessu roki já roki þetta var sko ekki neinn anskotans vindur lengur „díses“
hugsaði ég með mér.

Vélin skoppaði og hentist til í fárviðrinu þegar ég hægði á henni niður við jörð og lét ílla að stjórn. Eftir fjórar aðflugs tilraunir var þetta orðið ískyggilegt og eina ráðið var að neyta færis að skella henni niður þegar vind byljirnir voru sem minnstir.

„Reyndu að lenda sem næst norður enda flugbrautarinnar,“ segir Þröstur við mig, „það er mikið minni sviftivindar þar.“

Jú vélin virðist vera stöðugri þar og rétt þegar hjólin snerta grasið og ég slæ af þá ætlar þetta að takast, en vindhviða hendir henni upp og ekkert annað en að gefa allt í botn og taka annan hring. Í síðasta aðfluginu kemur flugvélin mín blessunin hoppandi og skoppandi yfir trén við norður enda brautarinnar á nánast fullu gasi á móti fárviðrinu og svitaperlurnar á enninu á mér eru ekki lengur perlur heldur rennandi fljót. Allt í einu kemur tækifærið og vélinn sest eins og þyrla á við brautar endan og skorðast þar í ójöfnum og allt er yfirstaðið.

„Frábært!“ segir Þröstur og brosir. „Við strákarnir þurfum að fara koma okkur heim þú bjargar þér ekki satt?“

„Jú,“ svaraði ég hund blautur í kuldagallanum sem var frekar orðin hitagalli.Í skjóli við Volkswagen-inn minn tók ég draslið saman og setti það í bílinn og labbaði yfir að húsinu Hyrnu til að kíkja á vindhraðamælinn því forvitinn var ég að vita hvað vind hraðin var. Ég var ekki með likil að húsinu svo ég kíkkaði inn um gluggan á mælana…

Vá þar stóð 29 knútar og sló upp í 40 knúta. Þetta hlýtur að vera met hugsaði ég og rölti til baka að bílnum einn á melgerðismelum og með gallan flaksandi í rokinu.

flugmodel-305.jpg

Gummi Haralds

Þessi færsla var birt undir Fréttir. Bókamerkja beinan tengil.