Frábær fyrsti hittingur

melar-04-06-09-030Fyrsti fimmtudagshittingur á Melunum var í kvöld og það verður að segjast að hann heppnaðist alveg frábærlega. Þegar við komum inneftir um áttaleitið var stólparok af norðan, 20 hnútar og ekki minnsti möguleiki að fljúga. Þá var farið í að hella á könnuna og baka vöfflur.

Þegar vöfflurnar voru búnar og farið að minnka á könnunni hafði vindinn lægt í 10 hnúta og fljótlega upp úr því skall á dúnalogn. Þá voru módelin tekin fram og flogið til klukkan að verða ellefu. Árni Hrólfur prófaði nýjan Ugly Stik, sem flaug bara frábærlega.

Fleiri myndir á Fréttavefnum. Sjáumst næsta fimmtudag með módel og góð sköp.

Þessi færsla var birt undir Fréttir. Bókamerkja beinan tengil.