Módelmenn nú er komið að því að klára að reisa góðærishöllina okkar á Melgerðismelum og það vantar sárlega margar hendur til að klára þetta. Laugardagur og Sunnudagur 27 og 28 Júní hafa verið ákveðnir í þetta og vinnan byrjar kl 10:00 báða morgna og fram eftir degi. Takið með ykkur verkfæri og nesti. (og flugmódel líka auðvitað)
Stjórnin