Flugkoman 2009 var einstaklega vel heppnuð. Fyrir það fyrsta, þá var sérlega gott veður allan daginn, um 10 til 15 stiga hiti, andvari að sunnan en lítið sólskin. Þrjátíu og tveir flugmenn skráðu sig á flugkomuna, flestir með fjölda módela, þannig að það er óhætt að segja að það hafi verið yfir 100 módel á staðnum.
Flug byrjaði vel fyrir klukkan 9 og stóð yfir nær stanslaust langt fram á kvöld. Um kvöldið var svo sameiginlegt grill sem um 30 manns mættu í og skemmtu sér vel fram á nóttina.
Hægt er að skoða fjölda mynda frá flugkomunni á myndasíðu FMFA.
Ég vil þakka öllum þátttakendum fyrir skemmtilegan dag og hlakka til að hitta ykkur öll aftur laugardaginn 7. ágúst 2010.
Þessi færsla var birt undir
Fréttir. Bókamerkja
beinan tengil.