Klúbbakvöldin á fimmtudögum hafa verið skemmtileg á Melunum í sumar og flest kvöld hefur verið hægt að fljúga. Nú er hinsvegar komið haust og upp úr hálf níu er orði það dimmt að ekki er mögulegt að fljúga lengur. Því verða ekki fleiri klúbbakvöld þar fyrr en næsta sumar. Þeir sem vilja geta, hins vegar, mætt í skúrinn á Grísará á fimmtudagskvöldum til að fá smá balsaryk, kaffi og hugsanlega smá kex eða súkkulaði.
gaui