Veislan sem haldin var á laugardag í tilefni af því að þrjátíu ár eru liðin frá því Flugmódelfélag Akureyrar var stofnað var sérlega vel heppnuð. Á þriðja tug módelmanna og maka mættu í Flugsafn Íslands og fengu sér afmælisköku, kaffi, snittur og vín saman á meðan fornir tímar og taktar voru rifjuð upp.
Kristján Víkingsson og Björn Sigmundsson sögðu frá stofnun félagsins. Stofnfélagar voru hugsanlega fimm, samkvæmt því sem þeir höfðu rifjað upp, þeir tveir, Þorsteinn Eiríksson, Guðmundur Karl Jónsson og Einar Páll Einarsson. Félagið var stofnað upp úr flugsýningu sem haldin var á flugvellinum á Akureyri síðla sumars 1979. Á þeirri sýningu flugu Einar Páll og Jón Pétursson módelum og þeir voru síðan aðal kennarar módelmanna á Akureyrir þangað til þeir höfðu áð tökum á stýringunum.
Ýmislegt fleira skemmtilegt kom fram í veislunni og verður hugsanlega sagt frá því hér síðar. Þangað til er hægt að Skoða myndir frá veislunni.