Aðalfundur FMFA var haldinn í VMA á fimmtudag. Tólf áhugasamir félagsmenn létu sjá sig og spjölluðu um ýmsa hluti er varða félagið fram eftir kvöldi.
Tveir nýir menn voru kosnir í stjórnina, þeir Jón Guðmundur Stefánsson og Tómas Jónsson, en Kristinn Ingi Pétursson og Þröstur Gylfason gáfu ekki kost á sér áfram í stjórn.
Hægt er að lesa fundargerðina undir „Um félagið“