Mjög fallegt veður var á Melgerðismelum í dag og frostið um -9 gráður og þurfti að hella heitu vatni yfir lásin á hliðinu til að þýða hann. Guðmundur og Tómas voru mættir um hádegi með tvo Yak 54 með rafmagns mótorum. Kíktum við inn í Hyrnu, og þar var mjög hlýtt og notalegt. Á meðan batterí-in hlóðust út í bíl fengum við okkur kaffi og brauð. Eitt 10mín flug var tekið út á braut áður enn við flúðum kuldan og fórum heim.