Flugmódelfélagið var að eignast að gjöf tvo stóra rafgeyma til að hafa á Melgerðismelum og nota við að starta flugmódelum og hlaða batterýin. Þessir rafgeymar eru gjöf frá KFJ Kranabílum (Stjáni Júl) og eigum við von á tveimur til viðbótar. Þó að þeir séu orðnir slappir við að starta stórum 500 hestafla trukkum þá duga þeir vel í að koma í gang 2 hestafla glóðarhaus mótorum. FMFA þakkar Kristjáni Júlíussyni vel fyrir hugulsemina.
GH
Nýjustu fréttir
Þessi færsla var birt undir Fréttir. Bókamerkja beinan tengil.