Einhverjir flugmódel menn voru búnir að vera á melunum á undan okkur, Guðmundi og Tómasi enn við komum c.a. kl 14:00 og þá var norð austan stinnings kaldi,10 til 15 knútar og ekki sála sjáanleg.Þegar leið á daginn minnkaði vindurinn niður fyrir 10 knútana og var frábært að fljúga þá. Veðrið var svo gott að við ákváðum að fara í fornleifa leiðangur uppá kambana til að skoða rústirnar frá því úr stríðinu. Hörður Geirsson var búinn að segja mér frá flugvélaflaki úr stríðinu og áttu að vera einhverjir bútar eftir úr flugvélinni þarna. ekki fundum við neitt af því og flest allt frá tíma hersins þarna að hverfa. Frábær dagur á Melgerðismelum og fórum við heim glaðir í lund kl 18:30
Hérna eru svo allar myndirnar sem við tókum