Frábær fyrsti fimmtudags fundur

Gremlin flaug

Það var sannarlega veður til að fljúga í gærkvöldi á fyrsta fimmtudagsfundi inna Melum. Þegar við mættum uppúr átta var um 15 til 20 hnúta vindur, en hann lægði fljótlega og það varð alveg dauða-logn alveg fram undir 11 þegar við fórum.

Átta módelkallar höfðu það gott og flugu sig hása. Árni Hrólfur flaug Gremlin í fyrsta sinn og hann var svi hrifinn að hann brosti hringinn eftir flugið. „Nýji“ Trainer 60 sem Ásgrímur á flaug eins og draumur og hann tók í og flaug honum nokkra hringi.

Skoðið frekari umfjöllun um kvöldið og myndir á spjallvef módelmanna á Fréttavefur.net.

Þessi færsla var birt undir Fréttir. Bókamerkja beinan tengil.