Kjartan og Guðmundur fóru inná Melgerðismela í dag með kósangas kút og brennara til að bræða niður tjörupappan á þakinu. Sólskin og hiti lék um okkur nema að það var 20 knúta suðsuð vestan rok svo við nenntum ekki að setja saman módelin okkar til að fljúga.
Um síðustu helgi þegar grand opening var í Hyrnu þá barst í tal sagan um stríðsflugvöllinn „Kassos field“ sem eru Melgerðismelar, Amerikanarnir nefndu flugvelli sína eftir föllnum flugmönnum. John G Kassos fórst á Melgerðismelum í Bell P39 Airacobra þegar hann crassaði í hólunum um 1000 metra frá flugbrautinni okkar í svarta þoku.
Við Kjartan ákváðum að reyna að finna staðin sem flakið átti að hafa legið.Eftir að hafa strunsað fram og aftur um svæðið þá var afraksturinn ekki mikill,
smá álbútur kramin bremsurör (giska ég á) og skothylki frá 1941 sjá mynd. enn einnig fundum við svaka stóran dósa haug sem virðist vera gamlar olíudollur.
tímin leið hratt frá okkur þannig að við gátum ekki rannsakað svæðið lengur og fórum við heim.
Sjá fleiri myndir hér