Flugkoma 8. ágúst 2010

Flugdagurinn okkar var haldinn 8. ágúst sl. og tókst með ágætum. Þáttaka var í minni kantinum þetta árið en dagurinn byrjaði með rigningu í logni mest allan morguninn og sátum menn hjá sér þangað til stytti upp um kl. 11:00 og flugsýningin hófst.

Menn voru duglegir að fljúga módelum sínum og nánast flugmódel sleitulaust í loftinu til 17:00. Lognið og blíðan hélst allan daginn og fram á kvöldið og við Grilluðum svo í lokin um kl. 20:00, 40 skammta í 28 manns þannig að óhætt er að segja að enginn hafi farið að sofa svangur.

FMFA þakkar öllum sem tóku þátt í þessari frábæru skemmtun og þakkar sérstaklega  félögum sínum í Flugmódelfélaginu Smástund, Flugmódelfélaginu Þyt og Flugmódelfélagi Suðurnesja fyrir komuna.

Myndir komnar á myndasíðuna.

Um gummi

Alveg forfallinn flugmódelkall
Þessi færsla var birt undir Fréttir. Bókamerkja beinan tengil.