Góður dagur á Melunum

Kardínálinn hans Kjartans

Nýr Kardínáli

Félagsmenn voru boðaðir á Melana í dag til að dytta að húsinu okkar fyrir veturinn og reyna að fljúga. Átta fræknir módelmenn mættu á staðinn, þar af fjórir með módel. Það var ekki mikið sem þurfti að gera við húsið, enda voru Gummi og Kjartan eiginlega búnir með það allt þegar aðrir komu. Þá var bara farið að fljúga, enda logn fram undir hálf fjögur. Kjartan prófaði nýjan Kardínála, sem auðvitað virkaði fínt. Svo var bara skellt í nokkrar vöfflur og málin rædd. Góður dagur.

Þessi færsla var birt undir Fréttir. Bókamerkja beinan tengil.