Aðalfundur 2011

Aðalfundur FMFA 1. febrúar 2011

Haldinn í Flugsafni Akureyrar.  Mættir voru 13 félagsmenn og tveir gestir.

Sigurður Bjarni Jóhansson var settur fundarstjóri og Árni Hrólfur Helgason settur fundarritari og síðan var gengið til hefðbundinnar aðalfundardagskrár.

  • Skýrsla um starfsemi á síðasta ári.

?                     Formaður flutti skýrslu stjórnar fyrir starfsárið 2010.

  • Reikningar lagðir fram til samþykktar.

?                     Gjaldkeri lagði fram reikninga fyrir 2010.  Athugasemd gerð vegna þess að Vallarhúsið hafði ekki verið fært sem eign.   Reikningar samþykktir samhljóða.

  • Kosning stjórnar og endurskoðanda.

?                     Allir stjórnarmenn gefa kost á sér áfram nema Jón Guðmundur Stefánsson, sem flyst til heitu landanna næsta ár.  Í hans stað var kosinn Ásgrímur Karlsson sem meðstjórnandi.  (Gleymdist að kjósa endurskoðanda!)

  • Kosning í nefndir.

?                     Þorsteinn Eirðiksson verður áfram fyrir hönd FMFA í stjórn flugsafnsins, Guðmundur Haraldsson verður áfram í Hyrnunefnd og Kjartan Guðmundsson verður áfram umsjónarmaður vallarhúss.  Samþykkt samhlóða.

  • Tillögur teknar til meðferðar.

?                     Fyrir liggur tillaga um breytingu á 3. grein laga félagsins.  Við greinina bætist setningin „Félagsmenn 16 ára og yngri boirga hálft félagsgjald.  Ellefu ára og yngri verða að hafa umsjónarmann með sér allar stundir á meðan flugmódeliðkun er stunduð.“  Samþykkt samhljóða.

  • Önnur mál

?                     Rætt um að fá húsnæði hjá bænum í samkrulli við siglingaklúbbibnn Nökkva.  Sigurður Bjarni, Árni Hrólfur og Ólafur Njáll beðnir að kanna aðstæður og skoða málið.  Nokkuð fleira rætt um aðstöðumál.

?                     Rætt var um að gera merki félagsins á límmiðum fyrir módel félagsmanna.  Formaður bauðst til að kanna málið.  Einnig rætt um flíkur og húfur með merki félagsins, en ekkert ákveðið nánar.

?                     Formaður lagði til að félagsgjald verði óbreytt fyrir 2011 eða kr. 10.000,-  Samþykkt samhljóða.

?                     Sveinn Ásgeirsson sýndi skipulag að Melunum þar sem flugskýli hans er sýnt ásamt teikningum að fyrirhuguðu skýli fyrir flugvélar.  Skýlið verður reist norðarlega á Melunum og fyrirhugað að framkvæmdir hefjist fljótlega.

  • Að loknum aðalfundarstörfum var Hörður Geirsson fenginn til að halda fyrirlestur um Geysisslysið og þátt Akureyringa í björgun áhafnarinnar.  Gerður var mjög góður rómur að fyrirlestri hans og fékk hann miklar þakkir fyrir.

Fleira ekki fært til bókar og fundi slitið

AHH

ritari FMFA.