Félagsfundur 10.03.11

Félagsfundur í Flugmódelfélagi Akureyrar verður haldinn fimmtudaginn 10. mars klukkan 20:00 í húsnæði Siglingaklúbbs Akureyrar við Krossanesbraut. Hægt er að leggja bílum á bílastæði sunnan við húsið og ganga inn að sunnan.

Á fundinum verður rætt hvort félagið á að taka á leigu herbergi í húsinu sem aðstöðu fyrir félagið og einhverja félagsmenn sem vantar smíðaaðstöðu.

Þessi færsla var birt undir Fréttir. Bókamerkja beinan tengil.