Þá er komin upp aðstaða fyrir félagsmenn FMFA í húsnæði Siglingaklúbbsins í Slippnum þar sem hægt er að smíða og setja saman flugmódel. Nokkrir hraustir félagsmenn mættu í dag og settu saman borð sem sex manns geta smíðað við. Siggi á Grenivík kom með hillustæður sem hann átti og þær voru líka settar upp. Sex félagsmenn eru þegar búnir að panta pláss og þarna er líka aðstaða til að halda félagsfundi og námskeið. Nú verður spennandi að fylgjast með því sem smíðað verður þarna niður frá.