Talsvert var flogið síðustu helgi og í dag 1. maí á Melgerðismelum. Það er óhætt að segja að veðurblíðan hafi leikið við okkur sunnudaginn og í dag þó vindasamt hafi verið þegar líða fór á daginn. Flug gekk vel og t.a.m. flaug Gummi ljúflingnum aftur eftir mikla viðgerð. Árni Hrólfur lenti í óhappi þegar Giles-inn lenti lóðrétt. Ég hvet alla sem tóku myndir um helgina á Melunum að senda þær inn á myndasíðuna okkar og endilega skrifið frá reynslu ykkar hér á síðuna. Að lokum er líklega gott að minnast á að talsvert var um að áhorfendur og fleiri sem heimsóttu Melana um helgina og í dag styttu sér leið yfir grasið suðaustan við brautina en það er slæmt vegna þess að hjólför myndast um leið. Endilega ef þið sjáið einhvern gera þetta látið viðkomandi vita að ætlast er til að fólk aki veginn alla leið upp að pyttinum. Kv, Kip