Laugardagur 23 Apríl

Ótrúlegt enn satt þá var stafalogn á Melgerðismelunum í gær sem við nýttum eftir bestu getu. SMS-inn flugu á milli og vorum við Kjartan og Gummi mættir inn eftir um 12 leitið. Fyrir voru og byrjaðir að fljúga,Sveinbjörn, Árni, og Mummi. Árni og Kjartan voru síðar í loftinu þegar vindurinn rauk upp allt í einu að Austan þvert á brautina (um 20 knots) og áttu þeir skemmtileg flug og lendingar sem tókust bara vel. Þá var ekkert að gera nema fara inn í Hyrnu og hita sér kaffi og spjalla , og þegar við vorum að fara þá datt aftur í dúna logn og flugum við aðeins meira . Melarnir eru nánast orðnir þurrir og hægt að keyra veginn án þess að sökkva í drullu. Frábær dagur.

 

 

 

 

 

Kv Gummi

Um gummi

Alveg forfallinn flugmódelkall
Þessi færsla var birt undir Fréttir. Bókamerkja beinan tengil.