Smíðakvöld í slippnum

Mætum nokkrir á flugmódel fund í Slippnum í kvöld og dunduðum við smíðar og flugvéla umræður. Kjartan er að setja saman X-it svifflugs væng , Ég er að gera upp gamla trainerinn minn Nova 40.  Þorsteinn kom og talaði um Farmhand flugvélina sína sem hann er að setja saman heima hjá sér. Ólafur er byrjaður á að saga út rifin í Cessna L-19 Birddog flugvél sem hann er að smíða eftir teikningu.

Kv Gummi

Um gummi

Alveg forfallinn flugmódelkall
Þessi færsla var birt undir Fréttir. Bókamerkja beinan tengil.